Fara í efni

Pólskar kjúklingabringur merktar sem íslenskar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á einni framleiðslulotu af Kjötsels grillbringutvennu frá Stjörnugrís vegna rangrar upprunamerkingar. Uppruni kjötsins var sagður vera íslenskur en er í raun pólskur. Fyrirtækið innkallar lotuna af markaði.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Kjötsel
  • Vöruheiti: Grillbringutvenna
  • Strikamerkingu 2328805015424
  • Framleiðandi: Stjörnugrís hf.
  • Best fyrir: 14.05.2021
  • Dreifing: Nettó Mjódd og Nettó Egilsstöðum

Gullbringutvenna

Neytendur geta skilað vörunni í verslun eða til framleiðanda gegn endurgreiðslu. Ekki er talin hætta af neyslu vörunnar. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?