Ómerkt sellerí, hveiti og soja í hvítlauksosti
Innkallanir -
09.01.2019
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi, hveiti eða soja við hvítlauksosti frá MS með best fyrir dagsetningum 5. júní og 18. júni 2019. Kryddosturinn inniheldur ofangreinda ofnæmisvalda án þess að það komi fram á merkingum. Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur innkallað vöruna af markaði og endurmerkt.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Hvitlauksostur - kryddostur MS
- Framleiðandi: MS Akureyri
- Þyngd: 150 g
- Best fyrir dagsetningar: 5. og 8. júní 2019
- Strikamerki: 5690516059255
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Allar verslanir um allt land og MS Reykjavík
Þeir sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir sellerí, hveiti eða soja og hafa keypt vöruna geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt eða til Mjólkursamsölunnar.