Fara í efni

Of hár ráðlagður neysluskammtur í túrmerik fæðubótarefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á fæðubótarefninu Turmeric frá Natures aid. Ráðlagður neysluskammtur á umbúðum vörunnar er of hár samkvæmt áhættumati Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA). Artasan ehf. hefur innkallað fæðubótarefnið af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Turmeric

Upplýsingar um vöruna bárust Matvælastofnun í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu.

Innköllunin nær til eftirfarandi vöru:

  • Vöruheiti: Turmeric
  • Vörumerki: Natures aid
  • Innflytjandi: Artasan ehf.
  • Strikanúmer: 5023652366060
  • Dreifing: Um allt land í verslanir og lyfjaverslanir

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Katrín hjá Artasan í síma 414-9201 eða kartin@artasan.is. Samkvæmt innflytjanda mun ný framleiðsla vera með ráðlagða dagskammta af túrmeriki í samræmi við áhættumat EFSA.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?