Hætta á glerbroti í bjórflösku
Innkallanir -
04.04.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á belgískum bjór í glerflöskum. Fyrirtækið Vínnes ehf.sem flytur inn vöruna fékk upplýsingar frá framleiðandanum að innkalla eigi tvær framleiðslulotu af bjórflöskum í varúðarskyni eftir að það fannst glerbrot í flösku. Varan var sett á markað á Íslandi um mitt ár 2017.
Upplýsingar um vöruna:
- Vöruheiti: Stella Artois í 330 ml. glerflösku
- BBD: Best fyrir dagsetninguna 20/5/18, pökkunar númer 49 og tímastimpil á milli 08:00-23:59. Best fyrir dagsetninguna 21/5/18, pökkunar númer 49 og tímastimpil á milli 00:00-01:00.
- Ástæða innköllunar: Galli í pökkunarferli sem gætur mögulega hafa orsakað að gleragnir brotnuðu úr flösku og fallið í bjórinn.
- Framleiðandi: AB InBev
- Framleiðsluland: Belgía
- Innflytjandi: Vínnes ehf, Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík
- Dreifing: Vínbúðir ÁTVR um allt land, Fríhöfnin, veitingastaðir.
Neytendum sem keypt hafa vöru með þessum best fyrir dagsetningum er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í næstu Vínbúð.
Frekari upplýsingar um innköllunina má finna ávef fyrirtækisins.