Fara í efni

Framleiðslugalli á sous vide kjúklingarétti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf. vegna framleiðslugalla (ófullnægjandi hitameðhöndlun). Fyrirtækið innkallar vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Ali hægeldaðar Sous Vide kjúklingabringur Rodizio
  • Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
  • Lotunúmer: 171396-1-09-1
  • Best fyrir: 14.04.2021
  • Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Nettóverslanir, Fjarðarkaup, Hagkaupsverslanir, Kjörbúðin og Hlíðarkaup

Sous vide kjúklingur

Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru með framangreindu lotunúmeri eru beðnir um að skila henni í viðkomandi verslun eða til Matfugls ehf, Völuteigi 2, Mosfellsbæ.

Ítarefni

Uppfært 22.03.21 kl. 18:06


Getum við bætt efni síðunnar?