Framleiðslugalli á sous vide kjúklingarétti
Innkallanir -
18.03.2021
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf. vegna framleiðslugalla (ófullnægjandi hitameðhöndlun). Fyrirtækið innkallar vöruna.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Ali hægeldaðar Sous Vide kjúklingabringur Rodizio
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Lotunúmer: 171396-1-09-1
- Best fyrir: 14.04.2021
- Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Nettóverslanir, Fjarðarkaup, Hagkaupsverslanir, Kjörbúðin og Hlíðarkaup
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru með framangreindu lotunúmeri eru beðnir um að skila henni í viðkomandi verslun eða til Matfugls ehf, Völuteigi 2, Mosfellsbæ.
Ítarefni
- Fréttatilkynning Matfugls
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á - upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook
Uppfært 22.03.21 kl. 18:06