Aðskotahlutur í hafrakökum
Innkallanir -
23.01.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að Myllan hafi, í samráði við eftirlitið, innkallað framleiðslu á hafrakökum í dreifingu um allt land. Ástæða innköllunar er aðskotahlutur sem fannst í einni kökunni. Allar best fyrir dagsetningar til og með 31. janúar eru innkallaðar.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: Myllu Hafrakaka, Bónus Hafrakaka og Hagkaups Hafrakaka
- Vörunúmer: 1505, 1485, 1488
- Strikanúmer: 5690568015056, 5690568014851, 5690568014882
- Nettómagn: 100 g
- Best fyrir: til og með 31. janúar 2018
- Framleiðandi: Myllan, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir um land allt
Neytendur sem keypt hafa Hafrakökur með framangreindum dagsetningum geta skilað þeim til þeirra verslana þar sem þær voru keyptar eða til Myllunnar, Skeifunni 19, milli 8-16 alla virka daga.