Aðskotahlutur í Ali kjötbollum
Innkallanir -
22.04.2016
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matfugl ehf hefur í varúðarskyni ákveðið að innkalla Ali kjötbollur þar sem fundist hefur aðskotahlutur í pakkningu.
Innköllunin nær eingöngu til pakkninga með lotunúmerinu 330114-6-07-1 með best fyrir dagsetninguna 06.12.2016. Þessar upplýsingar er að finna á bakhlið pakkningarinnar.
Upplýsingar um vöruna:
Vöruheiti: Ali kjötbollur
Strikamerki: 5690350282536
Nettóþyngd: 1000 gr
Lotunúmer: 330114-6-07-1
Best fyrir: 06.12.2016
Geymsluskilyrði: Frystivara
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verlsun.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem innköllunin kann að valda neytendum.