Fara í efni

Listi yfir 222 leyfilegar heilsufullyrðingar hefur verið birtur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í maí síðastliðnum var samþykktur og birtur listi yfir leyfilegar heilsufullyrðingar skv. 13. gr. reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1924/2006, um næringar og heilsufullyrðingar er varða matvæli. Reglugerð þessi var innleidd hérlendis með íslenskri reglugerð nr. 406/2010. Listinn inniheldur 222 heilsufullyrðingar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leyfa eftir jákvæða umsögn frá Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA). Listinn inniheldur ekki heilsufullyrðingar um jurtir (e. botanicals) þar sem EFSA hefur ekki lokið við að meta réttmæti/sannleiksgildi þeirra fullyrðinga.

Matvælafyrirtækjum er gefinn frestur til 14. desember 2012 til að fjarlægja fullyrðingar sem ekki eru leyfilegar af markaði. Sömu aðlögunarráðstafanir (skv. 28. gr.) og giltu fram til þess að listinn var birtur í maí, gilda áfram fyrir heilsufullyrðingar er varða jurtir.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?