Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í Síldarsalati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvæladreifing ehf. hefur, í samráði við Matvælastofnun, ákveðið að taka úr sölu og innkalla frá neytendum síldarsalat vegna vanmerkingar á ofnæmis- og óþolsvöldum. Matvælastofnun hefur gert nokkrar athugasemdir á merkingum á vörunni. Ekki er þess getið að varan innihaldi sinnep og geti innihaldið hveiti og mjólkurprótein en þau eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: 

  • Vörumerki: Íslenskir sjávarréttir
  • Vöruheiti: Síldarsalat 
  • Umbúðir: Askja
  • Best fyrir dagsetningar: 13/10/15, 28/10/15, 10/11/15, 09/12/15
  • Framleiðandinn Matvæladreifing ehf., Kothúsavegi 16, 250 Garði.
  • Dreifing:. Kaupás verslanir, Nóatún, Krónan, Kjarval. Kostur, Dalvegi,Samkaup verslanir, Nettó, Úrval, Strax, Hagkaups verslanir, verslanir Víðis, Melabúðin, Pétursbúð,Virkið Hellissandi,Verslanir Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Rangá,Fjarðarkaup,Kjöthöllin, Albína Patreksfirði, Plúsmarkaðurinn í Hátúni og Þín verslun Seljabraut.

Sala á ofangreindri vöru hefur verið stöðvuð og innköllun úr verslunum stendur yfir. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir ofangreindum ofnæmis- og óþolsvöldum eru beðnir að neyta hennar ekki og farga henni eða skila í verslun þar sem hún var keypt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?