Galli í framleiðslu á skyrtertum
Innkallanir -
25.07.2016
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá fyrirtækinu Mjólku að fundist hafa í gæðaeftirliti hjá fyrirtækinu örverumengun í skyrtertum. Brugðist var hratt við þeirri vitneskju og hafa terturnar verið innkallaðar úr öllum verslunum. Um er að ræða aðeins einn framleiðsludag og tvær tegundir. Send hefur verið út fréttatilkynning í samráði við Matvælastofnun.
- Vörumerki: Mjólka
- Vöruheiti: Mangó- og ástaraldinskyrterta
- Strikanúmer: 5694310382038
- Nettómagn: 600 gr.
- Framleiðandi: Ms Akureyri
- Framleiðsluland: Ísland.
- Framleiðsludagur: 18 07 2016
- Best fyrir: 13 08 2016
- Dreifing: Vogabær ehf til verslana um land allt
- Vörumerki: Mjólka
- Vöruheiti: Hindberjaskyrterta
- Strikanúmer: 5694310382014
- Nettómagn: 600 gr.
- Framleiðandi: Ms Akureyri
- Framleiðsluland: Ísland.
- Framleiðsludagur: 18 07 2016
- Best fyrir: 13 08 2016
- Dreifing: Vogabær ehf til verslana um land allt
Ítarefni
Frétt uppfærð 08.09.16