Fara í efni

Úttekt á einstaklingsmerkingum nautgripa og rekjanleika afurða

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti nýverið skýrslu vegna úttektar sinnar á einstaklingsmerkingum nautgripa hér á landi og rekjanleika afurða nautgripa. Úttektin fór fram dagana 3. - 7. nóvember 2014 og var markmið heimsóknarinnar að kanna hvort opinbert eftirlit með skráningum, rekjanleika og einstaklingsmerkingum nautgripa væri í samræmi við matvælalöggjöfina. Samhliða fór fram úttekt á opinberu eftirliti með merkingum og rekjanleika nautgripaafurða.

Niðurstöður úttektarinnar eru almennt jákvæðar en gerðar eru nokkrar athugasemdir sem Matvælastofnun hefur þegar brugðist við með tillögum til ESA um hvernig bætt verði úr. Athugasemdir ESA sneru að eftirfarandi:

  • Ísland þarf annað hvort að að óska staðfestingar Evrópusambandsins á tölvukerfi sínu fyrir einstaklingsmerkingar nautgripa sbr. reglugerð EB nr.1760/2000 eða taka upp svokallað vegabréfakerfi fyrir hvern nautgrip.
  • Ísland þarf að samræma tímamörk fyrir burðarskráningar sem sett eru í reglugerð um merkingar búfjár að reglugerð EB nr. 1760/2000
  • Ísland þarf að tryggja að skráningar og merkingar nautgripa séu framkvæmdar innan þeirra tímamarka sem sett eru í reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012
  • Ísland þarf að innleiða ákvæði um lágmarks eftirlit sem fara skal fram vegna skráninga og einstaklingsmerkinga nautgripa.
  • Ísland þarf að upplýsa ESA um fyrirmyndir rekjanleika nautgripa og eyrnamerkja þeirra í samræmi við reglugerð EB 911/2004.
  • Ísland þarf að senda ESA árlega upplýsingar um eftirlit með skráningum og einstaklingsmerkingum nautgripa.

Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að núverandi skráningarkerfi uppfylli flest ef ekki öll skilyrði fyrir tölvuskráningu einstaklingsmerktra nautgripa. Í því ljósi mun Matvælastofnun óska eftir samþykki ESA á núverandi kerfi.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?