Fara í efni

Matvælastofnun hlýtur jafnlaunavottun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunavottun 2020-2023

Jafnlaunavottunin byggir á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Vottunaraðili metur hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt og þar með unnt að veita viðkomandi fyrirtæki eða stofnun jafnlaunavottun.

ÍST 85 er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli.

Jafnlaunavottunin gildir til 2023.

Uppfært 27.08.20 kl. 9:42


Getum við bætt efni síðunnar?