Íbúafundur vegna riðu á Norðurlandi vestra
Frétt -
26.02.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Íbúafundur vegna riðu í Vatnsneshólfi verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, kl. 20:30 í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem farið verður yfir stöðu mála með bændum. Fulltrúar frá Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu verða á fundinum og mun Jón Kolbeinn Jónsson, settur héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Norðvesturumdæmi, fara yfir málið og svara spurningum fundarmanna. Gunnar Ríkharðsson hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda verður fundarstjóri.