Áminning til kartöflubænda
Frétt -
25.03.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Fjöldi þeirra skaðvalda sem fundist hafa á kartöflum hér á landi er nálægt tveim tugum, veiru-, bakteríu- og sveppasjúkdómar auk meindýrsins kartöfluhnúðorms. Skaðvaldar þessir eru miserfiðir við að eiga og margir þeirra hafa náð almennri útbreiðslu og ber að líta á sem hvert annað gæðavandamál.
Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúkdómafræðingur og fv. starfsmaður Matvælastofnunar, fjallar um tvo af þessum skaðvöldum í síðasta tölublaði Bændablaðsins og á vef blaðsins. Skaðvaldarnir eru hringrot og kartöfluhnúðormur, sem enn hafa takmarkaða útbreiðslu en gætu hæglega breiðst frekar út ef ekki er gætt varúðar. Greinina má nálgast hér að neðan.