Fara í efni

Vír fannst í chiafræjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli neytenda á að vír hefur fundist í chia fræjum frá Nathan og Olsen sem seld er undir merkjum Bónusar og Krónunnar. Nathan og Olsen hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin einskorðast við eftirfarandi vörur og lotur:

  • Vörumerki: Krónan
  • Vöruheiti: Chia fræ
  • Best fyrir: 26.09.19
  • Nettómagn: 500 g
  • Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt

  • Vörumerki: Bónus
  • Vöruheiti: Chia fræ
  • Best fyrir: 26.09.19, 08.10.19, 06.12.19
  • Nettómagn: 400 g
  • Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Bónus um land allt

Chia fræ

Viðskiptavinum sem hafa keypt Chia fræ merkt Krónan eða Bónus og eru merkt með framangreindum best fyrir dagsetningum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nathan & Olsen hf. Nánari upplýsingar veitir Guðrún E. Gunnarsdóttir, gæðastjóri Nathan & Olsen hf., í síma 530 8400 eða í gegnum netfangið gudrun.gunnarsdottir hjá 1912.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?