Fara í efni

Vanmerktur ofnæmisvaldur í pasta

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun vegna vanmerkingar á ofnæmis- og óþolsvaldi í pasta. Verslunin IKEA hefur ákveðið að innkalla PASTAÄLGAR FULLKORN heilhveitipasta og PASTAÄLGAR hveitipasta, sem selt hef­ur verið í sænska matarhorninu. Varan inniheldur mögulega soja, sem kemur ekki fram í innihaldslýsingu. 

  • Vöruheiti: PASTAÄLGAR FULLKORN heilhveitipasta og PASTAÄLGAR hveitipasta
  • Nettóþyngd:  500g
  • Sölu- og dreifingaraðili:  IKEA
  • Dreifing:  Verslun IKEA

Soja er ofnæmisvaldur og fólk með ofnæmi fyrir soja gæti fundið fyrir einkennum eftir neyslu vörunnar. Varan hefur ekki áhrif á neytendur sem ekki eru með sojaofnæmi. Viðskiptavinir geta komið með vörurnar til IKEA og fengið endurgreitt skv. tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?