Ómerkt súlfít í sítrónu- og límónusafa
Innkallanir -
23.01.2019
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir súlfít við neyslu á ákveðnum lotum af Piacelli sítrónusafa og límónusafa. Safarnir innihalda ofnæmisvaldinn súlfít án þess að það komi fram á merkingum. Samkaup hafa innkallað vörurnar af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Matvælastofnun bárust upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: „Piacelli Citrilemon“ og „Piacelli Citrilemon Green“
- Vörumerki: Piacelli
- Nettórúmmál: 200 ml
- Strikamerki: 9002859026270/9002859018800
- Sölu- og dreifingaraðili: Samkaup, Krossmóa 4, 230 Reykjanesbæ
- Best fyrir merking: Allar
- Umbúðir: Plastflöskur
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Dreifing: Verslanir Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar, Iceland, Háskólabúðin, Samkaup Strax og Seljakjör
Neytendum með ofnæmi fyrir súlfít er ráðlagt að farga vörunni eða skila henni til viðkomandi verslunar.