Ólöglegt hráefni í fæðubótarefninu Prótis Liðir
Innkallanir -
11.06.2020
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á fæðubótarefninu Prótis Liðir (120 og 240 hylki) frá Prótis á Sauðárkróki vegna hráefnis (sæbjúgnadufts frá Kína) sem ekki hefur fengið innflutningsleyfi Matvælastofnunar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun með hjálp Parlogis ehf. sem sér um dreifingu vörunnar, í samráði við Matvælastofnun.
Innköllunin á aðeins við um eftirfarandi vöruheiti:
- Vöruheiti: Prótís Liðir 120 og Prótís Liðir 240
- Framleiðandi: Prótis ehf, Háeyri 1, 550 Sauðárkróki
- Lotunúmer: LB-1620
- Strikamerki: 569 41100616 07 og 569 4110 061690
- Best fyrir dagsetning: 30.4.2023, 12.5.2023, 13.5.2023 og 14.5.2023
- Dreifing: Í lyfjaverslunum og heilsuhillum verslana um allt land
Viðskiptavinum sem hafa keypt tilgreinda vöru er bent á að farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.