Ólögleg aukefni í Jelly straws
Innkallanir -
09.03.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á Jelly straws vegna ólöglegra aukefna (E407 og E410). Fyrirtækið Lagsmaður (fiska.is) flytur inn og selur vöruna í sinni verslun. Fyrirtækið hefur í samráð við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes ( HEF) innkallað vöruna. Einnig hefur KínaPanda flutt vöruna inn og selt, þar hefur varan verið tekin úr sölu í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Tilkynningin barst fyrst til Matvælastofnunar í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættulegt matvæli og fóður á markaði. Talin er aukin hætta á köfnun barna við neyslu vörunnar.
- Vörumerki: ABC
- Vöruheiti: Jelly straws
- Best fyrir: Allar lotur / dagsetningar
- Nettómagn: 260g og 1000g
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Framleiðandi: Tsang Lin Industries Corp
- Framleiðsluland: Taiwan
- Innflytjandi og dreifing:
- Lagsmaður/Fiska.is Nýbýlavegi 6, Kópavogur
- Kína Panda, Hafnargötu 90, Keflavík
Neytendum sem keypt hafa vöruna er ráðlagt að neyta hennar ekki, heldur farga henni eða skila.
Ítarefni: