Fara í efni

Of hátt magn af B6 vítamíni í fæðubótarefnum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á fæðubótarefninu The True Original - Animal pak dietary supplement sem fyrirtækið Prótín.is flytur inn og selur í vefverslun sinni. Innköllunin er vegna þess að það er of hátt magn af B6 vítamíni í ráðlögðum dagskammti. Matvælastofnun fékk upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem hefur eftirlit með fyrirtækinu.

Innköllunin á við allar best fyrir dagsetningar.

  • Vörumerki: Universal Nutrition
  • Vöruheiti: The True Original - Animal Pak - dietary supplement
  • Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking
  • Dagsetning: Allar best fyrir dagsetningar
  • Lotunúmer: Öll lotunúmer
  • Strikamerki: 039442030115 (vara í áldós) / 039442032218 (vara í plastdollu)
  • Nettómagn: 44 pakkar (áldós/vara í töfluformi, hver pakki inniheldur 11 töflur) / 387 g (plastdolla /vara á duftformi)
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Framleiðandi: Universal Nutrition, New Brunswich, New Jersey
  • Framleiðsluland: Bandaríkin
  • Dreifing: Prótín.is vefverslun

Animal Pak

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar veitir Prótín.is, Síðumúla 15 (bakatil), 108 Reykjavík.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?