Fara í efni

Magn ashwagandha extrakts yfir mörkum í fæðubótarefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á vörunni Ashwagandha KSM-66 vegna þess að magn ashwagandha extrakts í henni fer yfir þau mörk sem Matvælastofnun telur örugg og getur varan því mögulega verið heilsuspillandi. 

Fyrirtækið Leanbody ehf hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.

  • Vörumerki: CNP
  • Vöruheiti: Ashwagandha KSM-66 Ashwagandha
  • Best fyrir dagsetning/lotunúmer: Allar best fyrir dagsetningar
  • Strikamerki:  5060547312047
  • Ábyrgðaraðili vöru: Leanbody ehf. Álfheimum 74 - Glæsibæ
  • Dreifing: Verslun Leanbody ehf – Glæsibæ
  • Framleiðandi: CNP Professional Unit 11
  • Framleiðsluland: Bretland

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki.
Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að skila vörunni í verslun Leanbody ehf – Glæsibæ. Nánari upplýsingar veitir Agnes Gestsdóttir í síma: 896-0033 netfang: agnes@leanbody.is  

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?