Aðskotahlutur í bjór
Innkallanir -
11.10.2017
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um að Ölgerðin hefur í samráði við eftirlitið hafið innköllun á einni lotu af bjór vegna aðskotarhlutar sem fannst í einni dósinni (glerbrot eða hart plast).
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Tuborg.
Vöruheiti: Classic bjór.
Lotunúmer: 02L17263 002359.
Pökkunardagur: 20.09.17.
Best fyrir: 20.03.18.
Nettómagn: 50 cl.
Dreifing: Verslanir ÁTVR um land allt
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Ölgerðarinnar eða í næstu verslun ÁTVR og fá nýja vöru í staðinn. Nánari upplýsingar fást hjá Ölgerðinni, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík, í síma 412 8000 eða á netfanginu olgerdin@olgerdin.is.