Starfsstöð Matvælastofnunar í Hafnarfirði flutt á Laugaveg 166
Frétt -
22.01.2025
Starfsstöð Matvælastofnunar á Dalshrauni 1B í Hafnarfirði er flutt á Laugaveg 166. Starfsstöðinni tilheyra umdæmisstofa héraðsdýralæknis Suðvesturumdæmis, Inn- og útflutningsdeild, hluti Fiskeldisdeildar og hluti Samhæfingarsviðs.
Afgreiðslutími verður óbreyttur: 9-12 og 13-15.
Nánari upplýsingar eru veittar af starfsfólki í síma eða tölvupósti. Hafa samband.