Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í Ora Bernaisesósu
Frétt -
09.11.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
ORA ehf. hefur tilkynnt Matvælastofnun um innköllun á ORA Bernaisesósu vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds. Varan inniheldur mjólkurduft sem er ekki gefið upp í innihaldslýsingu en er á lista yfir óþols- og ofnæmisvalda. Neytendum sem eiga vöruna og hafa mjólkurofnæmi er bent á að skila henni til Ísam, Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík.
Vöruheiti: Ora Bernaisesósa Ábyrgðaraðili; framleiðandi; innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Ora ehf., Vesturvör 12, 200 Kópavogi, s. 5222770 Auðkenni/skýringartexti: Varan inniheldur mjólkurduft sem er ekki gefið upp í innihaldslýsingu en er á lista yfir óþols- og ofnæmisvalda. Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum og 8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli Áætluð dreifing innanlands: Matvöruverslanir um allt land Ítarefni
|