Fara í efni

Útgáfa rekstrarleyfis til fiskeldis að Stað við Grindavík

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur veitt Samherja fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Stað við Grindavík í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vefsíðu stofnunarinnar þann 6. september sl. og var frestur til að skila inn athugasemdum til 4. október 2019.

Samherji fiskeldi sótti um stækkun á rekstrarleyfi fyrir 3000 tonna seiða- og matfiskseldi á laxi og bleikju að Stað við Grindavík. Fyrirtækið var áður með rekstrarleyfi fyrir 1600 tonna seiða- og matfiskeldi á laxi og bleikju á sama stað. Umsókn um stækkun rekstrarleyfis var móttekin 20. desember 2017. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Samherja fiskeldis FE-1141 að Stað við Grindavík en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. 

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?