Sumarstarfsmenn hjá Matvælastofnun
Frétt -
06.06.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
|
Þann 1. júní hófu störf
4 nýir starfsmenn á sviði sjávarafurðaeftirlits og munu þeir fyrst og
fremst vinna við gerð kannana sem tengjast meðferð á afla.
Starfsvettvangur þeirra verður því að miklu leyti á löndunarhöfnum og á
fiskmörkuðum. Verkefni þeirra eru hluti þeirra verkefna sem Matvælastofnun er skylt að gera til að uppfylla ákvæði í lögum og reglum sem Ísland hefur innleitt með samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið (EES). |
Helstu verkefni þeirra verða:
- Könnun á aflameðferð við og eftir löndun
- Mælingar á hitastigi í lönduðum afla
- Könnun á aðstöðu til löndunar á viðurkenndum löndunarhöfnum
- Skynmat á lönduðum afla og afla sem boðinn er upp á fiskmörkuðum
- Könnun á aðstæðum í flutningi afla frá löndunarstað/fiskmarkaði til kaupanda.
Þessir starfsmenn Matvælastofnunar munu starfa á löndunarhöfnum á SV-landi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.
MAST býður þessa nýju starfsmenn velkomna til starfa og vonast eftir góðu samstarfi við sjómenn, starfsmenn hafna, fiskmarkaða og flutningsfyrirtækja.