Fara í efni

Riðutilfelli á Merki í Jökuldal

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum hefur staðfest að  smitefni riðu hafi fundist  í einu heilasýni úr kind, sem slátrað var í sláturhúsi í haust frá bænum Merki í Jökuldal. Riðan er af afbrigðinu NOR 98 og er þetta fjórði bærinn á Íslandi þar sem þetta afbrigði finnst. Um 530 kindur eru á bænum og undirbúningur er nú að hefjast vegna nauðsynlegs niðurskurðar á öllu fé á bænum.
 
Eins og áður hefur komið fram þá reyndist engin kind með sjúkdómseinkenni riðu á síðasta ári.

Bærinn Merki er í Héraðshólfi og í því hólfi greindist riða síðast árið 1997.

Tekið skal fram að riðuveiki í sauðfé berst ekki í fólk.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?