Fara í efni

Ráðlegt að sjóða spírur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýverið kom upp sýkingar í Evrópu af völdum E. coli O104 sem rakið var til neyslu á hráum spíruðum fræjum og baunum. Allir sem veiktust tengdust N- Þýskalands með einhverjum hætti og höfðu borðað hráar spírur.



  Nú hefur á ný komið upp hópsýking en að þessu sinni í Frakklandi, sem hægt er að tengja við neyslu á spírum. Fræin koma frá bresku fyrirtæki en þar hefur enginn veikst. Grunur beinist að lífrænum fenugreek fræjum (grikkjasmára) frá Egyptalandi.

Til að varast sýkingar ráðleggur Matvælastofnun neytendum að skola vel og sjóða spírur í varúðarskyni, hugsa vel um handþvott og forðast krosssmit.

Matvælastofnun fylgist vel með fréttum um sýkingar. Ekki hafa greinst sýkingar hér á landi af völdum neyslu á hráum spírum.

Enginn innflutningur er á spírum hingað til lands frá Þýskalandi eða Frakklandi.

Ítarefni






Getum við bætt efni síðunnar?