Fara í efni

Ný reglugerð um nýfæði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 258/97 um nýfæði hefur tekið gildi á Íslandi með innleiðingu reglugerðar nr. 990/2015.

Nýfæði er samheiti yfir matvæli sem ekki voru hefðbundin neysluvara í ríkjum ESB fyrir 15. maí 1997 þegar reglugerðin um nýfæði tók gildi. Þetta eru t.d. matvæli sem framleidd eru með nýjum aðferðum, matvæli sem hafa nýstárlegu hlutverki að gegna í mataræði eða matvæli sem ekki eru á markaði á ESB svæðinu þó þau þekkist í öðrum heimshlutum.

Nánar má lesa um nýfæði og hvernig standa skal að markaðssetningu hér að neðan:

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?