Fara í efni

Merkingar á öllu fóðri skulu vera á íslensku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  Matvælastofnun vekur athygli á tveimur nýjum reglugerðum um merkingu fóðurs sem sett er á markað á Íslandi. Annarsvegar er reglugerð nr. 744/2011 sem innleiðir reglugerð ESB nr. 767/2009 um notkun og markaðssetningu fóðurs. Hins vegar reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs. Sérstaklega er vakin athygli á að skv. nýjum reglum skulu merkingar alls fóðurs vera á íslensku og hafi fóðrið verið framleitt úr erfðabreyttum hráefnum (sojamjöli, sojabaunum, maís, repju eða öðrum erfðabreyttum hráefnu)  skal það koma skýrt fram á merkingu fóðursins. Þessar reglur eiga við allt fóður hvort sem það er ætlað dýrum sem alin eru til matvælaframleiðslu eða gæludýrum.

Hér með fylgja tenglar á yfirlit yfir kröfur um merkingu fóðurs og sérákvæði varðandi merkingu gæludýrafóðurs.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?