Fara í efni

Matvælastofnun birtir hagtölur í landbúnaði fyrir árið 2015

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda fyrir árið 2015 og eru þær nú aðgengilegar á mælaborði Matvælastofnunar og inn á vef DataMarket. Bústofn er gagnagrunnur Matvælastofnunar sem inniheldur upplýsingar um fjölda búfjár og forða sem byggjast á skráningu búfjáreiganda. Hagtölur í landbúnaði eru birtar talsvert fyrr en undanfarin ár. Matvælastofnun vinnur að því að gera skráningu alls búfjár skilvirkari m.a. með því að bera saman upplýsingar úr haustskýrslum í Bústofni og hjarðbókum sem eru hluti af skýrsluhaldsgagnagrunnum búgreina.


Ákveðin óvissa fylgir skráningu á lifandi hrossum og er unnið í samtarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að bæta gagnaskráningu búfjáreigenda. Það verður á ábyrgð umráðamanns hrossa að skila inn skýrsluhaldsupplýsingum frá og með haustinu 2016. Í því felst að skrá afdrif hrossa, fyljun og folaldaskráningu þeirra hrossa sem umráðamaður hefur umsjón með. Jafnframt verður gert auðveldara að skila inn haustskýrslu til Matvælastofnunar í gegnum heimarétt WorldFengs, sem er á ábyrgð umráðamanns.

Samkvæmt hagtölum Matvælastofnunar fyrir árið 2015 fjölgar svínum og nautgripum frá fyrra ári. Svínum fjölgaði úr 2.995 í 3.518 og heildarfjöldi nautgripa fjölgaði úr 74.444 í 78.776. Hins vegar fækkaði sauðfé miðað við haustskýrslur bænda 2015, úr 487.001 árið 2014 í 472.461 eða um 14.540 á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir búnaðarmálaskrifstofa Matvælastofnunnar.



Getum við bætt efni síðunnar?