Þjónustusamningar um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum
Frétt -
31.10.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur gert þjónustusamninga á eftirfarandi svæðum við dýralækna eða dýralæknaþjónustur um almenna dýralæknaþjónustu, sbr. 13. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og reglugerð nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum:
Þjónustusvæði 1: Fjórir fætur ehf.
Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.
Þjónustusvæði 2: Fjórir fætur ehf. Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur. Þjónustusvæði 3: Dýralæknaþjónustan sisvet ehf Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur. Þjónustusvæði 5: Dýralæknisþjónustan ehf. Þingeyjarsveit (nema Fnjóskadalur), Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð (nema Bakkafjörður). |
Þjónustusvæði 6: Silvia Windman
Bakkafjörður (fyrrum Skeggjastaðahreppur), Vopnafjarðarhreppur, Fljótdalshérað, Fljótdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð (nema Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður).
Þjónustusvæði 7: Hákon Hansson
Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður.
Þjónustusvæði 8: JA vet ehf.
Sveitarfélagið Hornafjörður.
Þjónustusvæði 9: Dýralæknaþjónusta Suðurlands ehf.
Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.
Enginn þjónustusamningur hefur aftur á móti verið gerður á þjónustusvæði 4 (Húnaþing vestra, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnavatnshreppur) en engar umsóknir bárust vegna auglýsinga um það svæði.