Greiðslur til bænda vegna ullarnýtingar
Frétt -
17.11.2016
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Skilyrði fyrir greiðslu fjármuna til bænda er að ull hafi verið flokkuð og metin í samræmi við lög nr. 57/1990 um flokkun og mat á gærum og ull og reglugerð nr. 856/2003 um ullarmat. Fjárhæðinni skal deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember 2015 – 31. október 2016.
Lokauppgjör vegna ullarnýtingar verður greidd til bænda 21. nóvember 2016.