Fara í efni

Aflétting banns við innflutningi hunda frá Noregi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þann 6. september sl. var innflutningur hunda frá Noregi bannaður tímabundið vegna alvarlegra veikinda í hundum þar í landi af óþekktum orsökum. Norska matvælastofnunin, Mattilsynet, hefur nú upplýst að veikindin séu í rénun og að ekki sé sérstök ástæða til þess að forðast samgang á milli hunda þar sem flest bendir til þess að sjúkdómurinn smitist ekki beint á milli hunda. Í ljósi þessa hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið afturkallað bann við innflutningi hunda frá Noregi. Er því á ný heimilt að flytja inn hunda sem uppfylla skilyrði reglugerðar um innflutning gæludýra og hundasæðis þaðan.

Tæplega 200 tilfelli af hundum með alvarlegan blóðugan niðurgang og uppköst hafa komið upp í Noregi síðan í byrjun ágúst og tæplega 50 þeirra hafa drepist. Bakterían Providencia alcalifaciens hefur greinst hjá um 50 þeirra sem veiktust, en einnig hjá einstaka heilbrigðum hundum, en þá í mun minna magni. Erfðafræðilegar rannsóknir á bakteriunni hafa sýnt fram á náin tengsl á milli 14 þessara tilfella. Norska dýraheilbrigðisstofnunin telur orsök sjúkdómsins þó vera margþætta en rannsóknir munu halda áfram með það að markmiði að finna fleiri samnefnara með þessum tilfellum. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?