Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í skinkusalati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um ómerktan ofnæmis- og óþolsvald (mjólkursykur) í tveimur tegundum af skinkusalati. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Í samráði við framleiðanda vörunar og matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var ákveðið að innkalla vöruna.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki:  Eðalsalöt og salathúsið
  • Vöruheiti:  Skinkusalat Eðalsalat og Skinkusalat Salathúsið
  • Framleiðsludagur:  Fyrir 01.09.2014
  • Framleiðandi:  Salathúsið, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík.
  • Dreifing:  Verslanir Kaupás; Krónan, Nóatún, Kjörval, Hagkaupsverslanir, Bónusverslanir og verslanir 10-11.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólkursykri.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir mjólkursykri eru beðnir um að hafa samband við Salathúsið í síma 412-1300.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?