Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í glassúr
Innkallanir -
19.02.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á glassúr vegna ofnæmis- og óþolsvalds (egg) í vörunni án þess að það komi fram í innihaldslýsingu.
- Vörumerki:Katla
- Vöruheiti: Glassúr bleikur og Glassúr súkkulaði
- Framleiðandi: Katla matvælaiðja ehf., Kletthálsi 3, 110 Reykjavík
- Framleiðsluland: Ísland
- Rekjanleikaupplýsingar (lotunúmer, geymsluþolsmerking): Allar best fyrir dagsetningar
- Strikanúmer: 5690591123117 (Glassúr bleikur) og 5690591123100 (Glassúr súkkulaði).
- Dreifing:Helstu matvöruverslanir landsins m.a.: Verslanir Hagkaupa, Þín Verslun, Samkaup,Fjarðakaup og verslanir Ísland, Kaupás ( Krónan, Nóatún), Verslun Albína.
Viðskiptavinum, sem hafa verslað vöruna og eru viðkvæmir fyrir eggjadufti, er bent á að hægt er að skila henni til Kötlu, Kletthálsi 3, 110 Reykjavík, milli 8 og 16 alla virka daga. Frekari upplýsingar fást hjá gæðastjóra Kötlu í síma 510-4431 eða á netfanginu: rannsokn@katla.is.