Ómerktir ofnæmisvaldar í grillkryddi
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um vanmerkt krydd á markaði í gegnum Hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF). Um er að ræða grillkrydd frá Danmörku sem inniheldur hnetur (jarðhnetur) og sellerí án þess að það komi fram á umbúðum. Kryddið getur valdið neytendum með ofnæmi fyrir hnetum eða selleríi heilsutjóni og hefur það verið innkallað af markaði, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Varan er hættulaus öðrum neytendum.
Innköllunin einskorðast við eftirfarandi vöru:
- Vörumerki: Anna and Clara´s
- Vöruheiti: Steak Spice
- Strikanúmer: 5711812000403
- Best fyrir: Allar dagsetningar
- Nettómagn: 70 g.
- Innflytjandi: Kiosk, Drápuhlíð 44, 105 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Söstrene Grene í Kringlunni og Smáralind
Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi fyrir sellerí eða jarðhnetum eru beðnir að neyta hennar ekki og farga henni eða skila til Söstrene Grene gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar fást hjá Söstrene Grene í síma 698 9212 eða í gegnum netfangið kiosk@simnet.is.
Ítarefni
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ásamt mynd af merkimiða vörunnar
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um innkallanir
Frétt uppfærð 01.06.17 kl. 11:15