Fara í efni

Ómerktir ofnæmisvaldar í dökku súkkulaði frá IKEA

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um innköllun á súkkulaði. Það er gert vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda. Súkkulaðið er merkt að geti innihaldið snefil af heslihnetum og mjólk en magnið mældist það mikið að það á að vera í upptalningu á innihaldslýsingu. Þeir sem eru með ofnæmi gætu fundið fyrir einkennum eftir neyslu vörunnar en fyrir aðra er hún hættulaus. Allar dagsetningar hafa verið innkallaðar.

  • Vöruheiti: IKEA Choklad mörk 60% og 70%
  • Nettóþyngd:  100g
  • Lotunúmer: allar dagsetningar
  • Sölu- og dreifingaraðili:  IKEA, Kauptúni 4, 210 Garðabæ.
  • Dreifing:  Verslun IKEA

Ítarefni

Frétt uppfærð 08.09.16


Getum við bætt efni síðunnar?