Fara í efni

Ómerktir ofnæmis- og óþolsvaldar á skyndibitaréttum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um vanmerkt matvæli m.t.t. ofnæmis- og óþolsvalda.  Eftirfarin matvæli voru innkölluð af markaði af viðkomandi fyrirtæki með aðstoð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.


Nánar:

Vöruheiti:  Sesame kjúklinganúðlur með papriku og lauk, strikanúmer 5694311270815. (Dagný og co)  

Ástæða:  Varan inniheldur hnetusmjör sem venjulega er unnið úr jarðhnetum en heiti ofnæmis- eða óþolsvaldsins (jarðhnetur) kemur hvergi fram.  Einnig inniheldur varan afurðir úr ostrum sem eru lindýr en heiti ofnæmis- eða óþolsvaldsins (lindýr) kemur hvergi fram.



Vöruheiti: Marókkóskur harissa kjúklingur með ofnbökuðu grænmeti og couscous, strikanúmer 5694311270754. (Dagný og co)  
Ástæða: Varan inniheldur couscous sem venjulega er unnið úr hveiti en heiti ofnæmis- eða óþolsvaldsins (hveiti) kemur hvergi fram. 


Framleiðsludagur/Síðasti söludagur: 30.11.2017/ 2.12.2017 
Framleiðandi: Álfasaga ehf, Eyrartröð 2A ,220 Hafnarfirði 
Dreifing: Verslanir Víðis, Nettós, Hagkaupa ,10-11, Krónunar og verslanir Iceland.


Þó vörurnar séu útrunnar er hætta á að vörurnar séu ennþá í umferð. Vörurnar eru öruggar nema fyrir þá sem eru með ofnæmi-eða óþol fyrir jarðhnetum, hveiti og lindýrum. Þeir sem hafa þegar keypt rétti merkta með áðurnefndri framleiðsludagsetningu og eiga hana ennþá geta haft samband við Álfasögu ehf. í síma 553-4060 eða sent póst á

dagny@dagnyehf.is og skipt vörunni út fyrir aðra samskonar vöru eða fengið endurgreitt gegn framvísun kassakvittunar. 


Ítarefni



Getum við bætt efni síðunnar?