Fara í efni

Mjólk í vegan Oumph! borgara

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli vegan neytenda og þeirra sem eru með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk á Oumph! borgara. Hann getur innihaldið snefil af mjólk sem er ekki merkt á umbúðum. Fyrirtækið Veganmatur ehf. hefur innkallað borgarana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. 

Matvælastofnun fékk tilkynningu í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið, kannaði innflutning og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Einungis ein framleiðslulota er innkölluð eða með best fyrir dagsetningu (uppfært) 09.07.21:

  • Vörumerki: Oumph!
  • Vöruheiti: The Oumph! Burger 2x 113gr
  • Framleiðandi: Food For Progress
  • Innflytjandi: Veganmatur ehf.
  • Framleiðsluland: Bretland
  • Best fyrir dagsetning: 09.07.21
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar, Hagkaups og Nettó, Fjarðarkaup, Super1 og Melabúðin

Oumph! borgari

Neytendur geta skilað vörunni á næsta sölustað gegn endurgreiðslu.

Ítarefni

Uppfært 20.03.20 kl. 12:33


Getum við bætt efni síðunnar?