Kadmíum yfir leyfilegum mörkum í áburði
Innkallanir -
19.05.2017
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Lífland hefur innkallað áburðartegundina LÍF 21-6-9,5+Se, vegna of hás kadmíumsinnihalds. Kadmíum mældist 71 mg/kg fosfórs samkvæmt niðurstöðum efnagreininga Matvælastofnunar en kadmíum má mest vera 50 mg/kg forsfórs. Einungis eru komnar niðurstöður úr efnamælinum tveggja áburðartegunda og reyndist hin tegundin LÍF 20,6-11-9+Se í lagi.
- Ástæða innköllunar: Of hátt kadmíuminnihald
- Vöruheiti: LÍF 21-6-9,5+Se
- Umbúðir: 600 kg stórsekkir
- Innflytjandi, sölu og dreifingaraðili: Lífland ehf Brúarvogi 1-3 Reykjavík
Um óleyfilega vöru er að ræða og er kaupendum ráðlagt að skila henni til seljanda áburðarins. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Baldvin Jónsson hjá Líflandi (johannes hjá lifland.is).