Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi
Innkallanir -
29.11.2019
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. með lotunúmerinu 215-19-43-1-06 vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið vinnur nú að innköllun úr verslunum og frá neytendum.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Ali, Bónus, Krónan, FK
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Lotunúmer: 215-19-43-1-06 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar) með pökkunardag 25.11, 26.11 og 27.11
- Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, KR verslanir, Iceland verslanir, Fjarðarkaup, Nóatún, Hlíðarkaup
Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu lotunúmeri eru beðnir að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar fást hjá Matfugli ehf í síma: 412-1400.
Tekið skal fram að ef leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn er steiktur í gegn þá er hann hættulaus til neyslu. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.