Fara í efni

Glerbrot fannst í hvítlauksmauki

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Blue Dragon Minced Garlic með best fyrir dagsetningunni 04.2021 vegna þess að glerbrot fannst í einni krukku. Fyrirtækið Innnes hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:

  • Vörumerki: Blue Dragon
  • Vöruheiti: Minced Garlic
  • Strikanúmer: 010338012700
  • Best fyrir lok: 04.2021
  • Lotunúmer: DWQ 1088 018
  • Nettómagn: 110 g.
  • Innflytjandi: Innnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
  • Dreifing: Varan var seld til verslana Hagkaupa um land allt, Nettó um land allt, Iceland um land allt, Krambúðin Selfossi, Fjarðarkaup, Jónsabúð, Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Kaupfélags Skagfirðinga, Verslunar Einars Ólafssonar, Verslunar Kassans á tímabilinu 22.1.2019 til 2.4.2019. 

Viðskiptavinum sem keypt hafa Blue Dragon Minced Garlic með best fyrir dagsetningunni 04.2021 er bent á að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Innness í síma 532 4000 eða í gegnum netfangið ts@innnes.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?