Fara í efni

BREYTT - Síld framleidd án starfsleyfis innkölluð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um vöru sem tekin var til skoðunar vegna merkinga og við nánari eftirgrennslan reyndist vera framleidd af fyrirtæki sem ekki var með starfsleyfi frá Matvælastofnun. Varan var þá samstundis fjarlægð úr sölu og innkölluð. Fyrirtækið hefur framleitt fleiri vörutegundir sem einnig eru innkallaðar.

  • Vöruheiti:  Létt söltuð síld (Sledz A´La Matis) og kryddsíld (Sledz Marynowany Ptaty og  Rolmops)
  • Framleiðandi/heimilsfang: Betri fiskurinn ehf., Sunnuflöt 41, 210 Garðabæ
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Lýsing: lofttæmdar umbúðir.
  • Best fyrir dags: Allar dagsetningar
  • Dreifing:  Mini market verslanir í Reykjavík og Kópavogi og Euro market verslanir.

 

Þeir sem kunna að hafa þessar vörur undir höndum er bent á að neyta hennar ekki heldur farga henni eða skila til þeirrar verslunar sem hún var keypt í gegn endurgjaldi.


Ítarefni

Leiðrétt frétt: 01.12.17 10:35


Getum við bætt efni síðunnar?