Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi ÍS 47 ehf. til fiskeldis í Önundarfirði
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að breyttu rekstrarleyfi fyrir ÍS 47 ehf. vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði en fyrirtækið er með rekstrarleyfi (FE-1109) fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa á eldi á regnbogasilungi og þorski í Önundarfirði sem gefið var út 8. janúar 2021.
Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi byggir á tilkynningu ÍS 47 ehf. frá 21. október 2022 um tegundabreytingu og færslu svæðis ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 7. febrúar 2023 um matsskyldu.
Breyting á rekstrarleyfinu heimilar eldi á frjóum laxi í Önundarfirði en heimild til eldis á þorski verður felld úr leyfinu samhliða breytingunni. Hámarkslífmassi verður óbreyttur, en eldisskilyrði breytast í samræmi við tilkomu frjós lax í rekstrarleyfið. Breytingin felur einnig í sér færslu svæðis frá Ingjandssandi yfir á Hundsá, þannig að áfram eru einungis tvö svæði í leyfinu.
Í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 540/2020 helst gildistími rekstrarleyfisins óbreyttur og er til 8. janúar 2037.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is merktar 2202251. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. janúar 2025.
Ítarefni