Fara í efni

Yfir hafið og heim – sendingar með matvæli til einkaneyslu

Hafðir þú hugsað þér að færa vinum eða ættingjum erlendis íslenskan jólamat? Eða áttu kannski von á matarsendingu að utan?
Þá er mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda um inn- og útflutning matvæla til einkaneyslu.

Að gefnu tilefni vill Matvælastofnun benda á að hægt er að taka ákveðnar dýraafurðir (t.d. hangikjöt) með í farangri til Bandaríkjanna, séu önnur skilyrði uppfyllt, en ekki er mögulegt að senda slíkar vörur með pósti. Nánari upplýsingar er að finna í hlekknum hér að ofan um útflutning.


Getum við bætt efni síðunnar?