Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í músli
Innkallanir -
28.10.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um vanmerktan ofnæmis- og óþolsvald (jarðhnetur) í múslí án þess að það sé tilgreint á umbúðum. Innflytjandi vörunnar, Aðföng, hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og framleiðanda í Danmörku.
- Vöruheiti: Crispy Food Organic Basic Muesli 375 g
- Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík
- Auðkenni/skýringartexti: Varan inniheldur ómerkta ofnæmis-og óþolsvalda, jarðhnetur
- Laga- /reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
- Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Bónusar, Hagkaupa og Gló.
Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi fyrir ofangreindum ofnæmis- og óþolsvöldum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga henni eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt.