Fara í efni

Vanmerktir ofnæmisvaldar í möndlu- og rúsínublöndu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá systurstofnun sinni í Svíþjóð, Livsmedelsverket, um vanmerkta ofnæmis- og óþolsvalda í IKEA möndlu- og rúsínublöndu (RUSSIN & MANDEL). Varan getur innihaldið hnetur eins og brasilíuhnetur, kasjúhnetur, valhnetur og heslihnetur, sem ekki eru gefnar upp í innihaldslýsingu. IKEA á Íslandi hefur flutt inn eina lotu af vörunni sem fyrirtækið hefur innkallað af markaði.

  • Vörumerki: Russin & Mandel
  • Vöruheiti: IKEA
  • Umbúðir: Plastpokar 150 g 
  • Best fyrir dagsetning:  06.04.2016
  • Framleiðslunúmer: 5 169
  • Lotunúmer: L33573
  • Innflytandi / Dreifing: IKEA, verslun í Kauptúni 4, 210 Garðabæ

Varan er örugg til neyslu fyrir þá sem ekki þjást af hnetuofnæmi eða -óþoli. Viðskiptavinir geta skilað vörunni til IKEA gegn endurgjaldi.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?