Fara í efni

Salmonella í Pekingönd

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Salmonella hefur greinst í Pekingönd í eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Matvælastofnun sendi upplýsingarnar til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og hefur innflytjandinn, Íslenskar matvörur, innkallað vöruna af markaði í samráði við heilbrigðiseftirlitið. 

  • Vörumerki: Cherry Valley
  • Vöruheiti: Duckling (2,1kg)
  • Best fyrir: 05/10/2015 – 31/10/2015
  • Lotunúmer: L5523
  • Framleiðsluland: Bretland
  • Dreifing: Verslanir Samkaupa; Nettó, Samkaup Strax og Samkaup Úrval, Kaskó Keflavík og Kaskó Húsavík. Verlsanir Nóatúns, Verslanir Krónunnar; Reykjavíkurvegi, Reyðarfirði, Vallakór, Selfoss, Bíldshöfða, Akranesi, Lindum og Granda, Melabúðin, Þín Verslun og Fjarðarkaup.
Þeir sem eiga vöruna eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og annað hvort skila henni til verslunar þar sem varan var keypt, hafa samband við innflutningsaðila eða farga vörunni. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?