Fara í efni

Örvandi lyf í kaffi og kakódrykkjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á kaffi og kakó frá Valentus sem kallað er töfra/undrakaffi sem  innihalda örvandi lyf. 

Matvælastofnun
hefur fengið nokkrar ábendingar um kaffi og kakódrykki sem boðnir eru til sölu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða Valentus SlimROAST Optimum Kaffi og Prevail SlimROAST kakó. 

Matvælastofnun hefur skoðað upplýsingar um innihaldsefni vörunnar á sölusíðum og umbúðum og eftir samráð við Lyfjaeftirlit ÍSÍ komist að því að meðal innihaldsefna er örvandi lyf Beta-Phenylethylamin sem er afleiða phenethylamine. Efnið Phenethylamine og afleiður þess er á lista WADA (World Anti-Doping Agency)  yfir bönnuð efni og er bannað í keppni.  

Samkvæmt. 11. gr matvælalaga nr. 93/95 mega matvæli ekki innihalda lyf eða lyfjavirk efni. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga munu fylgja málinu eftir í samráði við Matvælastofnun, hvað varðar dreifingaraðila hérlendis. Þeir sem stunda dreifingu á matvælum teljast vera matvælafyrirtæki og eru þeir starfsleyfisskyldir hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. 

Samkvæmt 9. gr. laga um matvæli er öll dreifing matvæla starfsleyfisskyld, þ.m.t. innflutningur.  Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gefur út starfsleyfi fyrir dreifingu og innflutningi fæðubótarefna. Mikilvægt er að hafa í huga að öll ábyrgð á matvælum hvílir á herðum framleiðenda, innflutningsaðila og dreifingaraðila.

 

 

 

 Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?